Hörður Óskarsson styrkir Krabbameinsfélagið

Pétur Þór Jónasson formaður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrenni og Hörður Óskarsson sem færði fél…
Pétur Þór Jónasson formaður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrenni og Hörður Óskarsson sem færði félaginu ríflega hálfa milljón króna. Mynd KAON

Hörður Óskarsson færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis ríflega hálfa milljón króna sem er andvirði af sölu á skarti úr gamalli mynt sem hann selur undir nafninu Mynthringir og alls konar.

Styrkurinn er veittur til minningar um bróður hans, Sigurð Viðar Óskarsson sem lést úr krabbameini árið 2010.

Hörður hefur m.a. smíðað slaufumen úr myndinni sem fengið hafa frábærar viðtöku og í mars síðastliðnum seldi hann mottu-barmnælur í tilefni af Mottumars. Hann smíðaði nælurnar úr mynt, gömlum einnar krónu og fimm krónu peningum og kallar Myntmottur. Hluti af sölunni rann til KAON.

Kælismiðjan Frost tók sig til og gaf öllum starfsmönnum sínum, um 100 manns, mottubarmnælur.

Nýjast