Herslumun vantar til að fá gott berjaár

Margir sjá komandi berjatíma nánast i hillingum allt árið!
Margir sjá komandi berjatíma nánast i hillingum allt árið!

„Það vantar sól, og  þá verða berin tilbúin, veistu það gæti orðið glettilega mikið af þeim í ár “ segir berjatínslukona sem hefur þegar farið um í nágrenni Akureyrar til að horfa eftir berjum.

„Þetta ár gæti orðið mjög gott ef við fáum sólarglennu á næstu dögum, ég hef aðeins ,verið að ,,stelast“ á minn leynistað og  hann mun gefa vel sýnist mér ef við  fáum sólskin.“

En eins og fyrr segir þá vantar herslumuninn til þess að grænjaxlar verði að gómsætum bláberjum, sól er greinlega lykilinn, jörðin er  vel rök og  því ekki skortur  á neinu frá þeim endanum.

Viðmælandi okkar  fer víða um fjörðinn til berja hættir sér jafnvel út í  Ólafsfjarðarmúla en uppáhaldið hennar er þó í Ljósavatnsskarðinu. ,,Þar á ég minn leynistað og ekki orð meira um það“ sagði okkar kona ákveðinn á svip.  

Hún segir fátt betra en að sitja á góðri þúfu við undirleik læks sem tifar létt um,  hlusta á fuglana syngja,  ærnar jarma á lömb sín og kjamsið í mér við að  gæða mér á nýtínum bláberjum með skyri  og rjómablöndu!

,,Það er sko heilun get ég sagt þér!  Það toppar ekkert  þá slökun sem maður nær við slíkar  kringumstæður.“

,,Ég sulta auðvitað enda vinsæl jólagjöf að fá Önnu bláberjasultu, frysti líka og  gef vinum og vandamönnum  til að hafa með skyrinu.  Ég er samt ekki nein  ,,ryksuga“ tek ekki meira en ég veit að ég get notað.

Það er líklega best fyrir okkur  að óska þess að blessuð sólin sem elskar allt eins og segir i kvæðinu skíni á okkur og lyngið svo úr verði gott berjaár!

 

Nýjast