Götuhornið

Gott þegar menn moka  Mynd S.Æ
Gott þegar menn moka Mynd S.Æ

Á götuhorninu var verið að ræða ófærð og ítrekaðar lokanir á Reykjanesbraut með tilheyrandi óþægindum fyrir ferðafólk svo ekki sé talað um tap ferðaþjónustunar sem hefur borið sig frekar dauflega  vegna þessarar ótíðar.

Á horninu var fólk innilega sammála um að þrátt fyrir allt mættum við greinlega vel við una þegar kemur að snjómokstri  á Akureyri  þó oft  á tíðum náum við nú ekki í nef okkar yfir  þvi hvernig að sé staðið hér.  ,,Ég hló  skellihló  og liklega brosi ég enn þegar ég hugsa  úti það að einhver talsmaður  hjá  Reykjavíkurborg sagði stoltur  ,,já við vorum með tvær vélar úti i alla nótt“.  ,,Heilar tvær sko“ sagði konana og hló.    Fólk á götuhorninu  var á þvi að  þannig  vinnubrögð hefðu kallað á uppþot hér i bænum.

Hitt þótti ekki eins fyndið en nú vill forseti borgarstjórnar láta kanna með að leggja lestarteina  og koma upp lestarsamgöngum milli Reykjavíkur  og  Keflavikurflugvallar,  talar um að ekki sé lengur hægt að stigna höfðinu i sandinn! ,, Sandinn,  frekar  snjóskaflinn hefði ég nú haldið“ sagði einn óðamála. Hann bætti svo við. ,,Það er skotið á að kostnaður við slika framkvæmd gæti verið 100 til 200 milljarðar króna og ríkið á að splæsa“ .  ,,Skulum hafa i huga að nýr Landsspítali mun líklega kosta  u.þ.b 110 milljaða“.

Er ekki mun ódýrara, skilvirkara og fljótlegra að kaupa nú bara alvöru tæki til þess að moka  Reykjanesbrautina  og hefja mokstur í tima áður en  vegurinn teppist af bílum sem fólk misvant vetrarakstri ekur? 

Er ekki bara best að moka?

Nýjast