20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Gestir í Lystigarði um 159 þúsund á 10 mánuðum
Alls heimsóttu rúmlega 159 þúsund gestir í Lystigarðinni á Akureyri á 10 mánaða tímabili, frá byrjun janúar til loka október samkvæmt teljurum sem þar eru. Þetta kemur fram í minnisblaði sem fjallað var um á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Þar var farið yfir stöðu framkvæmda en meðal annars var nýtt sleppisvæði sem er við Þórunnarstræti klárað nú á liðnu hausti en það var vel nýtt af rútufyrirtækjum í sumar og létti mjög á bílaplani við MA. Kostnaður við nýja sleppisvæðið var tæplega 12 milljónir króna.
Nýtt salernishús
Nýtt salernishús í Lystigarði er tilbúið til notkunar og nemur sá kostnaður sem þegar hefur fallið á verkið rúmum 16 milljónum króna en ýmislegt er eftir, svo sem að setja upp aðgangsstýringu en búið er að panta hana. Gert er ráð fyrir að kostnaður við aðgangsstýringu og yfirborðsfrágang verði um 3,5 milljónir króna. Þá er áætlað að vinna við að klæða gáminni sem hýsir nýju salernin verði um 4,5 milljónir króna. Tekjur af rekstri salerna í Lystigarði voru um það bil 1,8 milljónir króna frá því í maí í vor og til loka október. Gjald fyrir að nota salerni í Lystigarðinum er 300 krónur.