Tækifæri til að skrá sig á spjöld sögunnar

Jónas Halldór Friðriksson, Guðmundur Friðbjarnarson og Ingólfur Freysson kynntu 2. áfanga Sögu Völsungs. Mynd/epe.
Í afmælisveislu Völsungs sl. sunnudag notaði sögunefnd Völsungs tækifærið og birti annan áfanga í sögu félagsins. Sagan er á rafrænu formi og því aðgengileg öllum að kostnaðarlausu. Nú er sagan komin út frá 1927-1980. Á næsta ári, 12.apríl 2026 mun nefndin birta 3.hluta sögunnar, þ.e.a.s. árin 1980-2000. Lokaáfangi verður svo tilbúinn á 100 ára afmæli félagsins, 2027.
Nú leitar Sögunefnd Völsungs til Völsunga nær og fjær til að aðstoða við verkefnið og býður þeim um leið að skrá sig á spjöld sögunnar.
,,Þrátt fyrir að kostnaður við söguna sé í lágmarki að þá fellur alltaf einhver kostnaður til við verkefnið. Sögunefndin leitar því til Völsunga og býður þeim að rita sig á spjöld Sögunnar. Með eingreiðslu til verkefnisins mun nafn viðkomandi birtast undir kafla þar sem stuðningsaðilar verkefnisins eru taldir upp," segir í tilkynningu frá nefndinni.