Ertu með lausa skrúfu?

Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. Því er ætlað að bæta samfélagslega vitund okkar allra um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu, hlúa að og rækta sem forvörn.

Einnig að hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri. Lausa skrúfan er vitundarvakning en henni er einnig ætlað að vera fjáröflun til að styrkja rekstur Grófarinnar sem er eina opna geðræktin á Norðurlandi.  

Verkefnið verður kynnt á Glerártorgi  á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn, sem er á morgun 10. október. Þar verða þátttakendur Grófarinnar  með bás á milli klukkan 12 og 18.

 

 

Nýjast