20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Einbúakaffi í Akureyrarkirkju í fyrsta sinn fimmtudaginn 15 febrúar n.k.
Sr. Hildur Eir Bolladóttir segir frá þvi í færslu á Facebook nú í morgun að opið hús verði i Safnaðarheimilinu fyrir alla sem búa einir en lagni til þess að hitta annað fólk og svala þannig félagslegri þörf sinni. Þarna verður hægt að grípa í spil, rifja upp mannganginn við taflborðið, vinna hannyrðir, greina ljóð, eða ræða um bækur, trúmál nú eða blessuð þjóðmálin og liklega skipulagssmál innanbæjar eða bara segja skemmtilegar sögur.
Drekka gott kaffi og hafa kleinu með því.
Sr. Hildur Eir segir ennfremur að fyrirhugað sé að ,,Fá gesti í heimsókn sem kenna slökun, eða prjónaskap eða heimsspeki en umfram allt er þetta hugsað fyrir alla sem búa einir en hafa gaman af fólki á öllum aldri af öllum kynjum í breidd hinnar guðdómlegur sköpunar."
,,Prestarnir munu ekki láta sig vanta i gott kaffið sem ísbrjótar samskiptanna, leiða spjalllið hér og þar um salinn og njóta þess að vera með," eins og segir i tilkynningu.