Drekinn

Síðutogararnir ný ,,skveraðir
Síðutogararnir ný ,,skveraðir" voru augnayndi Myndir Ásgrímur Ágústsson og fleiri

Eftir að hafa haft forgöngu um smíði líkana af skuttogurum ÚA fannst Sigfúsi Ólafi Helgasyni ljóst að í togarasafnið vantaði síðutogara.   Eftir að hafa ráðfært sig við hóp manna varð það úr að nú skal stefnt að smíði líkans af síðutogaranum Harðbak 3 eða Drekanum  eins og togarinn var oft nefndur, náist til þess nægjanlegt fé   Harðbakur var aðeins lengri en  aðrir síðutogarar  ÚA og var hann því nefndur Drekinn,  

Alls voru gerðir út fimm síðutogarar hjá ÚA á árunum 1945 til 1975.  Kaldbakur. Svalbakur. Harðbakur. Sléttbakur og Hrímbakur

Afhverju endingin ,,bakur”?

Nöfnin á þessum togurum með endinn “bakur”  eru skemmtileg og sannarlega er auðvelt að geta sér til um nafnið á Kaldbak sem var fyrsti togari ÚA og kom árið 1947.  En afhverju  þessi ending þ.e ,,bakur”?  

Þegar stjórn ÚA ákvað var að fjölga skipunum var ákveðið að halda sig við endinguna ,,bakur”   Leitað var til til Brynjólfs Sveinssonar þáverandi menntaskólakennara á Akureyri sem snaraði hvorki meira né minna en 148 nöfnum sem báru “bakur” í endan.  Það eru því til enn þann dag í dag nóg af nöfnum fyrir núverandi forustumenn ÚA ef þeir vilja halda áfram í hefðina t.d. Brimbakur.

Frábærar viðtökur

,,Í ljósi þeirra ótrúlegu samstöðu og samheldni fyrrum sjómanna ÚA og velunnara atvinnusögu bæjarins við smíði líkana á fyrstu 5 skuttogurum ÚA fannst okkur það eiginlega verða skylda okkar að bæta síðutogara,  Okkur sem stöndum að þessu erum sannfærðir um að líkanið af Harðbak muni sóma sér vel við hlið ÚA skuttogaranna sem komnir eru úr smiðju töfra og listamannsins Elvars Þórs Antonssonar á Dalvík.  Vart þarf að taka fram að nú þegar hefur verið gengið frá munnlegu samkomulagi við Elvar um smíði ÚA Harðbaks.

Þetta verkefni hefur fengið þvílíkt start að það er eiginlega bara ævintýri líkast.  Á rúmum sólarhring eru komnir tæplega 140 sjómenn í hópinn sem stofnaður var og heitir “Síðutogari ÚA verður til”.  Nú þegar þessi orð eru sett á blað erum við komnir í tæp 300.000 krónur í söfnuninni.  Það er lygasögu líkast hvernig þetta gengur og það sem er hvað skemmtilegast við þetta verkefni eru sögurnar sem menn eru tilbúnir að deila frá veru þeirra um borð í síðutogurunum.

Eins eru ljósmyndinrnar sem okkur hafa borist þvílíkir demantar og um þær spinnast einkar skemmtilegar umræður og það er greinilegt að menn muna og hugsa þessa tíma með mikilli væntunmþykju og virðingu og er frábært.”  

Hvar voru togararnir smíðaðir ?

,,Síðutogarar ÚA voru ýmist smíðaðir í Shelby í Englandi eða í Aberdeen Skotlandi.  Harðbakur sem varð fyrir valinu í þetta verkefni er smíðaður í Alexander Hall skipasmíðastöðinni í Aberdeen í Skotlandi og kom til Akureyrar í fyrsta sinn á öðrum degi jóla árið 1950. Á næsta ári verða því 75 ár síðan skipið kom til heimahafnar í fyrsta sinn.

Einnig er vert að geta þess að einmitt á næsta ári verða 80 ár frá stofnun Útgerðarfélags Akureyringa en féalgið var stofnað  í Samkomuhúsinu á Barðsnefi 26. maí árið 1945.

Harðbakur mikið happafley

Harðbakur var alla tíð mikið happafley og sérstaklega geta menn þess hvað skipinu var alla tíð vel við haldið og vel um það gengið, sem reyndar var eitt af aðalsmerkjum ÚA togara, bæði síðutogara sem og skuttogara síðar.

Einnig er vert að geta þess að Harðbakur var sá síðutogari sem síðastur fór úr rekstri hjá ÚA en honum var lagt sumarið 1975.og seldur í brotajárn 1979"

Það fer ekki á milli mála þegar lesið er það sem skrifað hefur verið á Fb síðu verkefnisins ,,Síðutogari  ÚA verður til” að uppátækið mælist mjög vel fyrir og mönnum þykir gaman að rifja upp söguna.  

Lokaorð

,, Í tengslum við þetta verkefni erum við sem að þessu verkefni stöndum að kanna það í fullri alvöru að efna til sýningar og skoðunarferðar til Englands og skoða sjávarútvegssöfnin í Hull og Grimsby, segir Sigfús,  

,,Bretarnir voru svo forsjálir að varðveita síðutogara og segja á safninu þá merku sögu er til varð um þessi skip. Með tilkomu beins flug Easy jet héðan frá Akureyri  til Bretland ætlum við að hefja nú þegar skoðun á hvort þetta geti ekki orðið að veruleika t d.næst haust . Gaman er að segja frá því að ég nefndi þetta við einn eldri sjómann í morgun og það sem hann sagði við mig var flugvél Easy jet er ekki nóg, breiðþota frá Atlanta þarf í þetta verkefni.

En við erum á fullri ferð í ævintýraför og allir sem vilja geta verið með og orðið órjúfanlegur hluti af þessu mikla ævintýri. Framlag frá hverjum og einum skráir viðkomandi í verkefnið og upphæðin er aukaatrið sem kemur frá hverjum og einum það er hugurinn og fjöldinn sem telur.”

Bankaupplýsingar. Síðutogari ÚA verður til. 0511-14-067136. kt 290963-5169.

 Hér fyrir neðan koma svo nokkrar myndir frá Ásgrími Ágústssyni ljósmyndara en þær og fjölmargar aðrar er að finna á áður nefndri Fb síðu Síðutogari ÚA verður til .

Nýjast