Bókakynning á Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun.
Kristín Guðmundsdóttir höfundur bókarinnar Tólf lyklar verður með kynningu á bókinni á Amtsbókasafninu á morgun og hefst kynningin klukkan 15:30. Bókin er fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku.
Þetta er fimmta bók Kristínar fyrir fólk af erlendum uppruna. Þær bækur sem hún hefur gefið út eru: Nýjar slóðir 2020, Óvænt ferðalag 2021, Leiðin að nýjum heimi 2022, Birtir af degi 2023 og Tólf lyklar 2024. Ástæða þess að hún fór að gefa þessar bækur út af eigin frumkvæði er sú að vinkona hennar, sem kom til landsins árið 1995, sagði að það væri skortur á góðu lestrarefni fyrir fólk af erlendum uppruna.
Þessi hópur var svolítið utangarðs og sumir hverjir hafa átt erfitt með að læra íslensku til hlítar, jafnvel þó það er búið með allan grunn í íslensku.
Kynningin hefst sem fyrr sagði kl 15.30 á morgun og eru allir velkomnir.