Blikkrás styrkir Krabbameinsfélagið
Blikkrás afhenti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis nýverið styrk að upphæð 226.000 kr. „Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar veitta aðstoð við styrkveitinguna, óskum við KAON velfarnaðar í sínum störfum,“ segir í tilkynningu. Blikkrás framleiðir m.a. löng skóhorn úr pólýhúðuðu stáli í mörgum litum og í nokkur ár hefur Blikkrás tekið þátt í „Bleikum október“ og framleitt bleik skóhorn.
Af hverju seldu bleiku skóhorni í bleikum október hefur Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fengið krónur 2.000 kr. í styrk. Í október seldust 113 bleik. skóhorn.