13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Léttrugluð hjón í nýjum barnaþáttum
Margrét Sverrisdóttir leikkona, handritshöfundur og leikstjóri hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir samkomutakmarkanir undanfarna 14 mánuði. Hún hefur verið að skrifa handrit að barnaefni fyrir Þjóðkirkjuna í samstarfi við sjónvarpsstöðina N4 á Akureyri. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Margréti á dögunum um helstu verkefni síðustu missera og það sem fram undan er. Margrét hefur starfað við leikhús og sjónvarp um árabil en hún útskrifaðist með BA gráðu (Hons) í leiklist frá Arts Ed í London árið 2003. Hún varð þjóðþekkt þegar hún tók við umsjón Stundarinnar okkar ásamt eigin manni sínum Oddi Bjarna Þorkelssyni árið 2011. Þau voru valin úr hópi hundruða umsækjenda og stýrðu þættinum til 2013, skrifuðu saman og hún lék.