Dominique Randle landsliðskona frá Filippseyjum til Þór/KA
Þór/KA hefur samið við miðvörðinn Dominique Randle um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.
Þór/KA hefur samið við miðvörðinn Dominique Randle um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.
Heimasíða Þórs greinir frá þvi að finnski leikmaðurinn Akseli Kalermo hafi skrifa undir samnig við knattspyrnudeild félagsins og leiki með liðinu á komandi keppnistímabili. Kalermo sem er 26 ára gamall leikur i stöðu miðvarðar og kemur til Þórsara frá Litháenska félaginu FK Riteriai sem er frá Vilinius.
Á hófi i Hlyn í gærkvöldi var kunngjört hvaða Völsungar hefðu orðið fyrir valinu i kosningu á Íþróttafólki Völsungs fyrir árið 2022. Kosningin fór að þessu sinni fram með nýju sniði því öllum félagsmönnum gafst kostur á að kjósa. Kosningaþátttaka var með ágætum.
Handknattleiksdeild KA og Halldór Stefán Haraldsson hafa gert með sér þriggja ára samning og mun Halldór því taka við stjórn á meistaraflokksliði KA eftir núverandi tímabil. Áður hafði Jónatan Magnússon núverandi þjálfari liðsins gefið út að hann myndi hætta með liðið í vor.
Halldór Stefán sem er aðeins 32 ára fór snemma út í þjálfun og kominn með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann stýrði meðal annars kvennaliði Fylkis árin 2011-2016 og á sama tíma stýrði hann yngri landsliði kvenna fædd 1998 og 1999 á árunum 2012-2015. Hann var í kjölfarið ráðinn aðalþjálfari liðs Volda í Noregi þar sem hann hefur þjálfað frá 2016 en hann lætur nú staðar numið þar og kemur norður í sumar.
Skíðagöngufólk á öllum aldri tók þátt og skemmti sér konunglega í Hermannsgöngunni sem fram fór í gær. Hátt í 100 keppendur tóku þátt í göngunni og gátu þeir valið um þrjár vegalengdir 4-12 eða 24 km. Upphaflega var ætlunin að gangan færi fram í Hlíðarfjalli en frá því var fallið vegna veðurs og þess í stað var gengið í Kjarnaskógi og að Hömrum.
Nökkvi Þeyr Þórisson KA og Hafdís Sigurðardóttir Hjólreiðafélagi Akureyrar eru íþróttakarl og Íþróttakona Akureyrar árið 2022 en kjörinu var lýst í Hofi nú síðdegis.
Hestamannafélagið Léttir hélt á dögunum velheppnaða fjölmenna uppskeruhátíð barna og unglinga en félagið státar af flottum duglegum krökkum sem standa sig mjög vel.
Myndaveisla í boði Jóns Forbergs
Bikarmótaröð Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) 2022-2023 lauk í dag á síðasta bikarmóti BFSÍ á tímabilinu. Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri var krýndur bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki í dag
Sveinn er 21 árs gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki í meistaraflokksliði KA frá komu sinni í félagið árið 2019. Á nýliðnu tímabili steig hann enn stærra skref og var í algjöru lykilhlutverki er KA endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og fór í undanúrslit Mjólkurbikarsins