Íþróttir

Íþróttafólk KA 2023 Helena Kristín Gunnarsdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson

Kjöri íþróttafólks KA  fyrir árið 2023 var lýst í afmæliskaffi  sem fram fór í KA heimilinu i dag.  Það voru  þau Helena Kristín Gunnarsdóttir blakdeild  og Hallgrímur Mar  Steingrímsson knattspyrnudeild  sem sæmdarheitin hlutu.

Lesa meira

Sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni 2023

Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempistry voru valin sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni.

Lesa meira

Íþróttafólk Þórs 2023: Elmar Freyr, Maddie og Sandra María kjörin

Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.

Áður en að kom að því að kjöri íþróttafólks Þórs yrði lýst voru Íslandsmeistarar og landsliðsfólk úr röðum Þórs og Þórs/KA heiðruð, íþróttafólk deildanna var heiðrað og Rúnar Eff hélt uppi léttri stemningu á milli verðlaunaafhendinga. 

Lesa meira

Opið hús hjá bogfimideild Akurs

Bogfimideild Akurs verður með opið hús í nýjum húsakynnum sínum við Kaldbaksgötu 4 – norðurenda á sunnudag, 7. janúar kl. 13.

Þar gefst tækifæri á að kynna sér starfsemina og prófa bogfimi en er frábært fjölskyldusport sem hentar öllum aldri. „Það geta allir komið í heimsókn og prófað að skjóta af boga og rætt við þjálfa og aðra iðkendur. Við vonum svo sannarlega að það kvikni áhugi hjá einhverjum að koma til okkar að æfa,“ segir Alfreð Birgisson hjá Bogfimideild Akurs.

Vilja stækka hóp iðkenda

Hann segir að frá því í haust þegar nýtt húsnæði við Kaldbaksgötu var tekið í notkun undir bogfimideildina hafi bætst við ágætishópur en áhugi er fyrir því að stækka hann. „Við erum með iðkendur frá 10 ára aldri og uppúr, bæði er um að ræða iðkendur sem voru að stunda sportið áður en við misstum húsnæði okkar árið 2020 sem og nýir iðkendur, en margir þeirra voru búnir að bíða eftir að við opnuðum fyrir nýliða,“ segir Alfreð.

Lesa meira

Enski boltinn um hátíðirnar Hvernig er best að koma boltanum fyrir í skipulaginu?

Enski boltinn er mikið áhugamál margra Íslendinga og þú finnur vart íslenskan knattspyrnuáhugamann sem heldur ekki með einhverju liði í ensku Úrvalsdeildinni. Sú hefð hefur skapast í enska boltanum að spilað er meira og þéttar í kringum hátíðirnar, öfugt við margar aðrar deildir í Evrópu sem taka yfirleitt pásu á þessum tíma ársins. Þetta er almennt gleðiefni fyrir íslenska knattspyrnuáhugamanninn þar sem hann fær að sjá meira af sínu liði, en flestir þurfa að fara varlega hvað það varðar að knattspyrnugláp hafi ekki áhrif á tíma þeirra með fjölskyldunnni.

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar ,,Nú skal hafist handa"

Það var glatt á hjalla á Jaðri síðdegis í gær þegar um 100 félagsmenn mættu og voru viðstaddir þegar Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi GA, tók fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu sem mun rísa vestan við klúbbhúsið og hýsa  inniaðstöðu GA.

Lesa meira

„Þetta var rosalega skemmtileg upplifun“

-Segir Hildur Sigurgeirsdóttir frá Húsavík sem vann tvö bronsverðlaun á Heimsleikum Special Olympics

Lesa meira

Ný 100 km hlaupaleið í fjallahlaupinu Súlur Vertical

Leiðin hefur fengið nafnið Gyðjan sem vísar til upphafsstaðar hlaupaleiðarinnar sem er við Goðafoss.

Lesa meira

Þúsundir á Akureyri vegna fótboltamóta

N1-fótboltamót drengja var sett á hádegi í dag og stendur fram á laugardag og Pollamót Samskipa fer fram á föstudag og laugardag

Lesa meira

Góður gangur hjá Golfklúbbi Akureyrar

Óhætt er að fullyrða að góður gangur sé hjá Golfklúbbi Akureyrar um þessar mundir.  Jaðarsvöllur  hefur að sögn þeirra sem best til þekkja sjaldan eða aldrei verið jafn góður og er óhætt að segja að fólk kunni vel að meta  því mikið er spilað á vellinum þessa dagana og á tíðum komast færri að en vilja.  

Lesa meira