Þór/KA klárar tímabilið á Greifavellinum
Þór/KA mun spila heimaleiki sína í efri hluta Bestu deildar kvenna á Greifavellinum, heimavelli KA. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni fotbolti.net í dag. Liðið hefur leikið heimaleiki sína á VÍS vellinum sem er heimavöllur þeirra og karlaliðs Þórs en ástand vallaris er ekki gott og eftir erfiða tíð s.l. daga er þetta niðurstaðan enda alltaf keppikefli að leika við sem bestar aðstæður hverju sinni.