Baldvin Gunnarsson Íslandsmeistari Pro Open
Fimmta og síðasta snjókross (snocross) mótið fór fram laugardaginn 15. apríl á Fjarðarheiði fyrir austan. Þessi keppni gerði útslagið fyrir úrslit til íslandsmeistaratitils og því mikil spenna meðal keppenda og áhorfenda enda mjótt á munum í flestum flokkum fyrir keppni og því mikið í húfi.
Þessi keppni var frábrugðin öðrum keppnum þar sem fjórir keppendur frá Bandaríkjunum komu og tóku þátt í flokknum Pro Open. Þeir eru atvinnumenn í Snjókrossi með gríðarlegu reynslu og því ljóst að keppnin yrði erfið fyrir íslensku keppendurna. Bandarísku keppendurnir Adam Peterson, Kyle Pallin og Ryley Bester röðuðu sér í efstu sætin en Bjarki Sigurðsson gaf þeim ekkert eftir og fylgdi þeim fast á eftir.
Veður var eins og best var á kosið 12°, sól og margir sólbrenndir eftir daginn. Keppnin fór vel fram og frábær endir á þessu tímabili.
Baldvin Gunnarsson landaði íslandsmeistaratitlinum í flokk hinna bestu, svo kölluðum Pro Open eftir harða baráttu við Ívar Halldórsson og Jónas Stefánsson í vetur.
Þetta var langstærsta tímabilið í Snjókrossi hingað til, mikil nýliðun og búist er við enn frekari fjölgun næsta vetur.
Úrslit keppninnar:
Unglingar
- Sigurður Bjarnason
- Elvar Máni Stefánsson
- Skírnir Daði Arnarson
- Grímur Freyr Hafrúnarsson
Sport lite
- Birkir Þór Arason
- Egill Stefán Jóhannsson
- Ívar Helgi Grímsson
- Svala Björk Svavarsdóttir
Sport
- Birgir Ingvarsson
- Gabríel Arnar Guðnason
- Frímann Geir Ingólfsson
- Tómas Orri Árnason
Pro lite
- Ásgeir Frímansson
- Alex Þór Einarsson
- Kolbeinn Thor Finnsson
- Ármann Örn Sigursteinsson
Pro Open
- Adam Peterson
- Kyle Pallin
- Ryley Bester
- Bjarki Sigurðsson
Úrslit til Íslandsmeistara
Unglinga:
- Sigurður Bjarnason
- Tómas Karl Sigurðarsson
- Elvar Máni Stefánsson
Sport:
- Frímann Geir Ingólfsson
- Birgir Ingvarsson
- Gabríel Arnar Guðnason
Pro lite:
- Alex Þór Einarsson
- Ármann Örn Sigursteinsson
- Kolbeinn Thor Finnsson
Pro open:
- Baldvin Gunnarsson
- Jóna Stefánsson
- Ívar Már Halldórsson
Myndir tók Katla Mjöll Gestsdóttir.