Nýtt Íslandsmet hjá Aldísi Köru og sæti á EM

Aldís Kara Bergsdóttir er aðeins 18 ára en hefur þegar náð glæsilegum árangri. Ljósmynd/Skautasamban…
Aldís Kara Bergsdóttir er aðeins 18 ára en hefur þegar náð glæsilegum árangri. Ljósmynd/Skautasamband Íslands

Al­dís Kara Bergs­dótt­ir tryggði sér um helgina sæti á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu á list­skaut­um, fyrst ís­lenskra skaut­ara. Aldís tryggði sér þátttöku á mótinu á Finlandia Trophy sem fram fór um helgina. Hún bætti einnig eigið Íslandsmet í stuttu prógrammi.

Aldís náði lágmarki fyrir Evrópumótið í Þýskalandi fyrir tveimur vikum og var einnig fyrsti Íslendingurinn sem náði því. EM fer fram í Tall­inn í Eistlandi frá 10. til 16. janú­ar á næsta ári.

Nýjast