Íþróttafólk Akureyrar 2021 – tilnefningar

Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson voru íþróttafólk Akureyrar árið 2020. Aldís Kara er einn…
Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson voru íþróttafólk Akureyrar árið 2020. Aldís Kara er einnig tilnefnd í ár. Mynd/akureyri.is

Tilkynnt verður á fimmtudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021.

Oft hefur bæjarbúum verið boðið til athafnar við þetta tilefni, en vegna aðstæðna verður athöfnin lágstemmd og fámenn líkt og í fyrra. Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Akureyrarbær standa að valinu en þetta er í 43. sinn sem framúrskarandi íþróttafólk sveitarfélagsins (áður íþróttamaður Akureyrar) er heiðrað.

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2021:

  • Árni Bragi Eyjólfsson, KA, fyrir handbolta. 
  • Baldvin Þór Magnússon, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir). 
  • Brynjar Ingi Bjarnason, KA, fyrir knattspyrnu. 
  • Gunnar Aðalgeir Arason, SA, fyrir íshokkí.
  • Isak Stianson, SKA, fyrir skíðagöngu.
  • Izaar Arnar Þorsteinsson, Akur, fyrir bogfimi.
  • Jóhann Gunnar Finnsson, FIMAK, fyrir hópfimleika.
  • Lárus Ingi Antonsson, GA, fyrir golf. 
  • Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, fyrir fjallahlaup. 
  • Þorlákur Sigurðsson, Nökkvi, fyrir siglingar. 

Myndband sem kynnir íþróttakarlana betur:

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2021:

  • Aldís Kara Bergsdóttir, SA, fyrir listhlaup. 
  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, fyrir golf. 
  • Anna María Alfreðsdóttir, Akur, fyrir bogfimi. 
  • Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu. 
  • Karen María Sigurgeirsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu. 
  • Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA, fyrir alpagreinar. 
  • Paula Del Olmo Gomez, KA, fyrir blak. 
  • Rakel Sara Elvarsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta.
  • Rut Jónsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta. 
  • Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir og langhlaup). 

Myndband sem kynnir íþróttakonurnar betur:

Nýjast