Jóhann Kristinn þjálfar Völsung

Stefán Jón Sigurgeirsson og Jóhann Kristinn Gunnarsson við undirritun í dag. Mynd/epe
Stefán Jón Sigurgeirsson og Jóhann Kristinn Gunnarsson við undirritun í dag. Mynd/epe

Knattspyrnuráð Völsungs tilkynnti í dag um ráðningu á þjálfara hjá meistaraflokki og 2.fl karla. Það var Jóhann Kristinn Gunnarsson sem skrifaði undir samning og mun því stýra Völsungi á komandi keppnistímabili. „Þar er kunnuglegt andlit að finna, okkar eigin Jóhann Kristinn Gunnarsson. Jói þekkir hjá okkur hvern krók og kima og við hjá honum en hann var ávallt okkar fyrsti kostur í starfið. Áfram verður bætt í og af enn meiri krafti unnið með okkar ungu leikmönnum. Stefnt er á að virkja 2.flokk enn frekar í keppnisverkefnum og byggja þar enn betur í grunninn að Völsungsliðinu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Auk Jóhanns Kristins skrifuðu ellefu ungir leikmenn undir samning við félagið til tveggja ára. Almar Örn Jónasson, Andri Már Sigursveinsson, Jóhann Karl Sigfússon, Kristján Benediktsson og Benedikt Kristján Guðbjartsson gerðu sinn fyrsta samning við félagið. Á sama tíma framlengdu Arnþór Máni Böðvarsson, Gunnar Kjartan Torfason, Jakob Héðinn Róbertsson, Rafnar Máni Gunnarsson, Sigurður Már Vilhjálmsson og Tryggvi Grani Jóhannsson sína samninga til tveggja ára.

Ungir Völlar

„Um leið er það okkur mikið gleðiefni að tilkynna um að áður höfðu Adolf Mtasingwa Bitegeko, Jaime Agujetas Otero, Kifah Moussa Mourad og Santiago Feuillassier framlengt samninga sína út árið 2022. 15 nýir samningar og sjóðandi heitur penni,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Nýjast