Leggja áherslu á að kynjahlutföll séu jöfnuð

Framkvæmdastjóri Völsungs, Jónas Halldór Friðriksson og útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, Margrét…
Framkvæmdastjóri Völsungs, Jónas Halldór Friðriksson og útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, Margrét Hólm Valsdóttir undirrituðu samninginn fyrir hönd aðila þann 18. febrúar sl.

Líkt og undanfarin ár hafa íþróttafélagið Völsungur og Íslandsbanki gert með sér samstarfssamning sem hefur það að markmiði að styðja Íþróttafélagið Völsung í íþrótta- og uppeldislegu hlutverki sínu á Húsavík en einnig er lögð áhersla á að kynjahlutföll þeirra sem njóta styrkja úr samningnum séu jöfnuð.  Samningurinn sem gildir út árið 2022 felur m.a. í sér, að auk árlegs styrks, sem stjórn Völsungs sér um að skipta á milli deilda félagsins, þá veitir Íslandsbanki viðurkenningar þar sem íþróttafólk Völsungs er heiðrað í lok ársins. 

Einnig tekur Völsungur að sér umsjón og framkvæmd Mærudagshlaups Íslandsbanka. Hlaupið er haldið á laugardegi um Mærudagshelgi.

„ Að styðja vel við æskulýðs- og íþróttastarf skiptir miklu máli fyrir Íslandsbanka og því er vel við hæfi að slíkur samningur sé stærsti einstaki styrktarsamningur útibúsins enda Völsungur öflugur hornsteinn samfélagsins og gegnir bæði mikilvægu uppeldis- og samfélagslegu hlutverki á svæðinu . Í styrktarsamningnum er einnig lögð sérstök áhersla á að jafnréttissjónarmið sé höfð til hliðsjónar við úthlutun styrkja úr samningnum“ segir Margrét Hólm útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík.

Nýjast