Völsungur hefur samið við GPG Seafood
Gunnlaugur Karl Hreinsson (til hægri) framkvæmdastjóri og eigandi GPG Seafood og Guðmundur Friðbjarnarson framkvæmdastjóri Völsungs handsala samkomulagið. Mynd: Völsungur.is
Knattspyrnudeild Völsungs og GPG Seafood hafa gert samstarfssamning sem gildir til þriggja ára. Samstarfssamningurinn felur í sér að GPG styður knattspyrndudeildina fjárhagslega með árlegum greiðslum og á móti verður fyrirtækið sýnilegt í formi auglýsinga á búningum og á Húsavíkurvelli.
Gunnlaugur Karl Hreinsson framkvæmdastjóri og eigandi GPG Seafood og Guðmundur Friðbjarnarson framkvæmdastjóri Völsungs gengu frá samningnum á dögunum.