Völsungur hefur samið við GPG Seafood

Gunnlaugur Karl Hreinsson (til hægri) framkvæmdastjóri og eigandi GPG Seafood og Guðmundur Friðbjarn…
Gunnlaugur Karl Hreinsson (til hægri) framkvæmdastjóri og eigandi GPG Seafood og Guðmundur Friðbjarnarson framkvæmdastjóri Völsungs handsala samkomulagið. Mynd: Völsungur.is

Knattspyrnudeild Völsungs og GPG Seafood hafa gert samstarfssamning sem gildir til þriggja ára. Samstarfssamningurinn felur í sér að GPG styður knattspyrndudeildina fjárhagslega með árlegum greiðslum og á móti verður fyrirtækið sýnilegt í formi auglýsinga á búningum og á Húsavíkurvelli.

Gunnlaugur Karl Hreinsson framkvæmdastjóri og eigandi GPG Seafood og Guðmundur Friðbjarnarson framkvæmdastjóri Völsungs gengu frá samningnum á dögunum.

Nýjast