Tryggvi Snær og Stephany Mayor eru íþróttafólk Þórs 2016

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason

Tryggvi Snær Hlinason og Stephany Mayor,eru íþróttafólk Þórs árið 2016. Þetta var kunngjört við lok samkomunnar „Við áramót“ í Hamri á Akureyri í gærkvöld. Á vef Þórs á Akureyri segir að aðalstjórn félagsins kjósi íþróttafólk Þórs, karl og konu, en deildir félagsins höfðu áður tilnefnt íþróttafólk ársins úr sínum röðum, fjórar deildir tilnefndu bæði konu og karl, en tvær deildir tilnefndu einn íþróttamann úr sínum röðum.

Tryggvi, leikmaður körfuknattleiksliðs Þórs og Stephany, leikmaður knattspyrnuliðs Þórs/KA, fengu afhenta verðlaunagripi sem gefnir voru af JMJ og Joe’s og var það Ragnar Sverrisson sem afhenti gripina. Þetta er í þriðja skiptið sem félagið velur bæði karl og konu sem íþróttafólk félagsins. Þau Stephany og Tryggvi Snær verða fulltrúar Þórs við kjör á íþróttamanni Akureyrar í janúar.  

Nýjast