Íþróttamenn Völsungs árið 2016
Í dag var lýst vali á íþróttafólki Völsungs árið 2016 við athöfn á Fosshótel Húsavík. Alls voru veitt 36 verðlaun að þessu sinni. En Íþróttamenn Völsungs í ár eru blakkonan Jóna Björk Gunnarsdóttir og knattspyrnumaðurinn Bjarki Baldvinsson.
Jóna Björk hefur verið lykilmanneskja í meistaraflokksliði Völsungs sem leikur í úrvalsdeildinni í blaki tímabilið 2016-2017. “Jóna Björk er frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmenn, hún leggur hart að sér við æfingar og keppni og skilar ávallt sínu fyrir liðið.” Eins og segir í mati valnefndar.
Bjarki er búinn að vera fyrirliði meistarflokks karla í knattspyrnu síðustu ár og er þar í lykilhlutverki sem leikstjórnandi. Hann spilaði alla leiki liðsins nema einn á keppnistímabilinu 2016. Bjarki hefur samtals leikið 206 meistaraflokksleiki og þar af 161 leik fyrir Völsung.
Nánar verður um þetta fjallað í Skarpi í nætu viku. JS