Akureyri datt út eftir trylltar lokamínútur

Akureyringar gáfust ekki upp í kvöld og sáu til þess að loka mínúturnar urðu æsispennandi. Það dugði…
Akureyringar gáfust ekki upp í kvöld og sáu til þess að loka mínúturnar urðu æsispennandi. Það dugði þó ekki til, tap gegn FH er staðreynd og bikardraumurinn úti að sinni. Mynd: Sævar Geir

Ak­ur­eyri og FH mættust í sex­tán liða úr­slit­um bik­ar­keppni karla í hand­knatt­leik, Coca Cola bik­ars­ins svo kallaða, í KA-heim­il­inu á Ak­ur­eyri í kvöld. 

Heimamenn byrjuðu betur og voru með frumkvæðið fyrstu tíu mínúturnar. FH jafnaði á 11. mínútu og seig fram úr eftir það. Hálfleikstölur voru 14:17 gestunum í vil.

FH-ingar héldu dampi í síðari hálfleik og voru með örugga forystu nánast allan leikinn. Akureyringar neituðu þó að gefast upp og minkuðu munin niður í eitt mark 26:27 og þannig var staðan þegar um 50 sekúndur voru eftir og Akureyri lagði af stað í sókn og áttu þess kost að jafna. Sóknin rann hins vegar út í sandinn og FH fer áfram í átta liða úrslit. Lokatölur 26:27 fyrir FH.

Markahæstur heimamanna var Patrekur Stefánsson sem er nýkominn inn í liðið aftur eftir meiðsli, hann skoraði 7 mörk.

Nýjast