„Skemmtilegur og þroskandi tími“

„Þessi ár hafa verið ótrúlega fljót að líða en þetta hefur verið skemmtilegur, þroskandi og gefandi tími,“ segir Jónína Freydís Jóhannesdóttir.
Akureyrarapótek fagnaði 10 ára afmæli nýverið en það var Jónína Freydís Jóhannesdóttir lyfjafræðingur sem stofnaði fyrirtækið árið 2010 ásamt Gauta Einarssyni lyfjafræðingi. Þau endurvöktu í leiðinni rótgróið nafn á apóteki í bænum en nafnið á sérstakan sess í hugum fólks. Vikublaðið spurði Jónínu út í fyrirtækið og hana sjálfa.