Fréttir

Sólskin vel yfir meðallagi

Lesa meira

Kynningarfundur um grænan orkusækinn iðnað á Bakka

Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins efndu til opins fundar í Kaldalóni í Hörpu fyrir skemmstu sem var sendur út beint. Á fundinum var horft til framtíðar og leitast við að svara því hvort Ísland er reiðubúið að taka á móti nýjum grænum orkusæknum iðnaði líkt og stórum gróðurhúsum, ofurgagnaverum, rafeldsneytisvinnslum eða rafhlöðuverksmiðjum. Varpað var fram spurningum um hvort við höfum þá innviði sem þarf, hvernig tryggja eigi aðstöðuna, orkuna og samstarf fyrirtækja, ríkisvalds, sveitarstjóra og annarra sem málið snertir.
Lesa meira

Slapp fyrir horn í Vaglaskógi

Lesa meira

Stelpurnar okkar

Lesa meira

Hagfræðingurinn sem er heltekinn af hvölum

Christian Schmidt kemur frá Bremen í Norður-Þýskalandi og er menntaður hagfræðingur. Hann kom upphaflega til Íslands sem ferðamaður og heillaðist af landi og þjóð. Hann dvelur á Húsavík í um níu mánuði á ári og starfar hjá Norðursiglingu. Christian er Norðlendingur vikunnar. „Ég ákvað árið 2009 að sækja um sem sjálfboðaliði hjá Hvalasafninu á Húsavík af því að ég elska hvali,“ segir Christian en við störf sín átti hann erindi um borð í hvalaskoðunarbáta Norðursiglingar nánast daglega. Það varð til þess að honum var boðin vinna sem leiðsögumaður í hvalferðum fyrirtækisins.
Lesa meira

Fúavarnir

Lesa meira

Orðsending knattspyrnudeildar KA vegna vallarmála

Að gefnu tilefni vill knattspyrnudeild KA taka eftirfarandi fram. Heimavöllur okkar Greifavöllurinn, er enn ekki tilbúinn til notkunar fyrir lið okkar, sem nú berst í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla. Við höfðum miklar væntingar til þess að geta spilað næsta leik okkar gegn KR á heimavelli okkar, en því miður ganga þær væntingar okkar ekki eftir.
Lesa meira

„Þurfum að taka ákvörðun um það hvort við viljum spila með“

Á þriðjudag fer fram íbúafundur á Húsavík þar sem kynntar verða mögulegar sviðsmyndir atvinnuuppbyggingar á Bakka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings segir að aldrei hafi verið jafn margir umræðufletir á mismunandi uppbyggingu mögulegra atvinnutækifæra.
Lesa meira

„Sveitarstjórnarmál ná yfir alla flóru mannlífsins“

Mikil gróska er í Hörgársveit. Íbúum fer ört fjölgandi og ýmsar framkvæmdir í gangi. Horft er til þess að íbúar geti verið orðnir um 900 innan fárra ára og þessari fjölgun þarf að mæta með uppbyggingu innviða. Snorri Finnlaugsson hefur verið sveitarstjóri í Hörgársveit frá árinu 2015 og Vikublaðið ræddi við Snorra um uppganginn í sveitarfélaginu og hann sjálfan. „Hér er allt mjög gott að frétta. Við erum sveitarfélag í vexti og ég finn að íbúar kunna að meta hvernig þessu sveitarfélagi hefur tekist að gera hlutina á þann veg að hér sé uppbygging og jákvæðni fyrir framtíðinni og við séum að fá nýja íbúa vikulega til að búa með okkur í þessu góða samfélagi. Við erum eftirsóknavert sveitarfélag og það er gott,“ segir Snorri.
Lesa meira

Gróðureldar á Akureyri

Eldur kviknað í gróðri á bökkum Glerár á Akureyri á níunda tímanum í kvöld, það var Rúv sem greindi frá. Eldurinn kviknaði á grónu svæði austan Hlíðarbrautar, vestan við háskólann.
Lesa meira