20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Sýning opnar á Hjalteyri
Myndlistarsýningin Spennistöð/Powerhouse opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri þann 26. júní og leiðir saman verk þeirra Boris Labbé, Francois Morelli, Gústavs Geirs Bollasonar, Páls Hauks og Sigurðar Ámundasonar. Hér koma saman verk ólíkra listamenn sem ekki hafa mæst áður; vídeóverk, teikningar og skúlptúrar sem tendra vélarafl umhverfisins að nýju. Þenja strengi, byggja upp spennu, umbreyta, hreyfa og keyra áfram. Merking enska orðsins powerhouse breytist eftir samhengi, hvort sem átt er við lifandi manneskju eða mannvirki.
Bæði eru að verki í heiminum, eyðast og breytast og eru því óstöðug. Svið útgeislunar eða orku sem endurnýjast og breytist úr einni mynd í aðra. Hverfur ekki nema viðnámið sé meira en aflvakinn. Forkur, þrekvirki, vald, driffjöður, kempa, orkuver. Eitthvað sem kemur einhverju af stað. Hvati, tilgáta, spenna. Kannski misræmi? Hvað sem líður, með fæturna krifilega á jörðinni stefnum við áfram í móki — óstöðug yfirborð hrinda okkur og hrista, segir í tilkynningu um Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af SSNE-Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, Myndlistarsjóði, og Hörgársveit.