„Mikil gjöf að flytja aftur heim til Akureyrar"

Silja Björk Björnsdóttir.
Silja Björk Björnsdóttir.

Silja Björk Björnsdóttir er nýr rekstrarstjóri BARR Kaffihús sem opnaði nýlega í Menningarhúsinu Hofi. Silja er fædd og uppalinn í Þorpinu á Akureyri og flutti aftur á heimaslóðir frá Reykjavík til þess að taka við starfinu. „Það hefur verið mikil gjöf að flytja aftur heim til Akureyrar eftir átta ár í Reykjavík en í sannleikanum sagt þá hélt ég aldrei að ég myndi flytja aftur norður,“ segir Silja Björk sem er Norðlendingur vikunnar. „Það er svo gott að geta skipt um skoðun, eftir barneignir og heimsfaraldur hafa ýmsir hlutir breyst og eftir ár af atvinnuleysi og tæmingu sparisjóðsins fannst okkur kjörið að flytja norður, vera nær fjölskyldunni minni og bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Silja. Hún er menntuð í kvikmyndafræðum en mig rak forvitni í að vita hvernig leið hennar lá yfir í veitingabransann. „Já, menntun og reynsla er ekki endilega það sama! Ég hef alltaf verið svona fiðrildi, forvitin um allskonar og finnst gaman að prófa nýja hluti og læra eitthvað nýtt.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast