03.08
Egill Páll Egilsson
Unnið hefur verið að því í sumar að setja upp minningarsýningu í flugstöðinni í Grímsey um bandaríska fræðimanninn, og velgjörðarmann Grímseyinga, Daniel Williard Fiske. Hann sigldi til Íslands árið 1879, sá þá Grímsey við ystu sjónarrönd og tók sérlegu ástfóstri við eyjuna.
Lesa meira
02.08
Egill Páll Egilsson
Á síðasta degi júlímánaðar flaug flugfélagið Mýflug hundraðasta sjúkraflug mánaðarins. Á Facebooksíðu Slökkviliðs Akureyrar er greint frá því að þetta sé mánaðarmet í júlí. Ársmetið sé 806 flugferðir og að ólíklegt sé að það verði slegið í ár.
Lesa meira
02.08
Egill Páll Egilsson
Veðurblíðan hefur leikið við Norðlendinga nær samfellt í einn mánuð og vel það. Enda hefur ferðaþjónustan blómstrað í sumar.
Lesa meira
01.08
Egill Páll Egilsson
Fyrir 30 árum síðan útrýmdi Árni Logi Sigurbjörnsson, meindýraeyðir rottum í Hrísey, á Hauganesi og Árskógssandi. Af því tilefni kom hann út í eyju á dögunum og með í för voru hjónin úr Kálfskinni á Árskógsströnd, Sveinn Jónsson og Ása Marínósdóttir.
Lesa meira
31.07
Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það eru jól hjá mér alla daga,“ segir Benedikt Ingi Blomsterberg Grétarsson sem ásamt konu sinni Ragnheiði Hreiðarsdóttur og Margréti Veru dóttur þeirra rekur Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit. Þar hafa þau staðið fyrir samfelldu jólahaldi í aldarfjórðung, en starfsemin hófst síðasta dag maímánaðar árið 1996. „Mín jól eru í geymslu uppi á háalofti og eru allt öðruvísi en það sem ég er að vasast í alla daga. Þau snúast um annað, m.a. dýrmætar minningar frá fyrri tíð.“
Benedikt segir að hugmyndin að stofnun Jólagarðsins hafi kviknað þegar þau hjón voru að ræða saman eitthvert kvöldið. „Við vorum að spjalla, þreytt seint um kvöld þegar þessi hugmynd kom upp,“ segir hann en sjálfur er hann húsasmiður og matreiðslumaður að mennt. Þau Ragnheiður störfuðu að hluta til saman á þessu árum, á Kristnesi, í veiðihúsi Víðidalsár og ráku í félagi við bróður hennar og mágkonu sumarhótel á Hrafnagili.
„Við Ragnheiður erum góð saman í verki, þannig að þetta virtist tilvalið. Við sáum líka fyrir okkur að öll fjölskyldan gæti haft nóg fyrir stafni hjá þessu litla fyrirtæki um ókoman tíð,“ bætir hann við eitt bros, meðvitaður um að börnin og barnabörnin eigi ófá sporin kringum þetta uppátæki.
Lesa meira
31.07
Finnur Yngvi Kristinsson
Það er notalegt að vakna á morgnana, líta út um gluggann og heyra ekki í neinni umferð. Það er notalegt að þurfa ekki að eyða tíma sínum á umferðarljósum, í biðröðum eða í að skutlast út um allar trissur.
Lesa meira
30.07
Egill Páll Egilsson
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (SN) hefur undanfarin ár róið á mið kvikmyndatónlistar og að sögn Þorvaldar Bjarna Þorvaldsson, tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar hafa aflabrögð verið með eindæmum góð.
Lesa meira
30.07
Egill Páll Egilsson
Ég er mikill aðdáandi hæglætis, þar sem ég veit fyrir víst að það að lifa hæglátu lífi hefur áhrif á lífsgæði, heilsu og líðan okkar mannfólksins. Einfaldara líf án stórra, og oft á tíðum óþarfa, streituvalda getur minnkað líkur á streitutengdum sjúkdómum og lífsstílssjúkdómum umtalsvert.
Lesa meira
29.07
Egill Páll Egilsson
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings liggur tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík. M.a. gerir tillagan ráð fyrir að Hafnarstétt 1 og 3 verði tengd með viðbyggingu til samræmis við hugmyndir sem áður hafa verið kynntar ráðinu.
Lesa meira
29.07
Egill Páll Egilsson
Tilvalið með kaffibollanum
Lesa meira