Fréttir

Íbúar fá frítt í sund í nóvember

Eyjafjarðarsveit tekur tekur þátt í landsátaki í sundi
Lesa meira

Enn bætist í Íslandskortasafn Schulte

Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, veitti í gær viðtöku fyrir hönd Akureyrarbæjar 50 einstökum Íslandskortum sem bætast við glæsilegt safn fágætra korta sem hjónin dr. Karl-Werner Schulte og eiginkona hans dr. Gisela Daxbök-Schulte færðu Akureyrarbæ árið 2014.
Lesa meira

Lokun Húsasmiðjunnar reiðarslag fyrir íbúa

-Segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar
Lesa meira

Lifandi og fjölbreytt samfélag í 15 ár

Það var á fyrsta degi sumars 2006 sem hugsjónafólk á Akureyri kom saman til að setja á fót Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi og átta árum síðar tók AkureyrarAkademían við starfseminni og nú á þessu ári er 15 ára afmæli fagnað.
Lesa meira

Björgunarsveitin Þingey fær gjöf frá Framsýn

Framsýn hefur afhent Björgunarsveitinni Þingey 250 þúsund krónur til kaupa á björgunarbúnaði fyrir sveitina á svæðinu, íbúum og öðrum vegfarendum til öryggis. Með gjöfinni vill félagið jafnframt þakka björgunarsveitinni fyrir óeigingjörn störf í þágu samfélagsins.
Lesa meira

Opnir dagar í Háskólanum á Akureyri

Dagskráin verður með breyttu sniði og áhersla lögð á að hver og einn geti kynnt sér nám á eigin forsendum. Stúdentar verða með fjölbreytta bása til að gefa betri innsýn inn í námið og félagslífið við HA.
Lesa meira

Tryggvi Þórhallsson ráðinn til sameiginlegs sveitarfélags Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps

Tryggvi Þórhallsson, lögmaður, hefur verið ráðinn sem lögfræðingur hjá Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Sveitarfélögin sameinast formlega í lok maí á næsta ári og munu þá mynda stærstu skipulagsheild landsins, samtals um 12 þúsund ferkílómetra.
Lesa meira

Benedikt Búálfur í sjónvarpið

Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur, sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt í Samkomuhúsinu, verður sýndur í Sjónvarpi Símans fyrir jólin. Sýningin hefur hlotið dæmalausar vinsældir og hefur nú verið tekin upp af fagfólki fyrir komandi kynslóðir að njóta.
Lesa meira

Öll börnin sem bíða eftir frístundarstyrk

Eitt barna minna er á þriðja ári. Samkvæmt Heilsuveru á það að geta sinnt grófþroska sínum á eftirfarandi máta; Hoppað jafnfætis, hlaupið, klifrað og dansað. Gengið afturábak, sparkað í bolta, kastað bolta og gripið stóran bolta. Staðið á tám og staðið á öðrum fæti í eina sekúndu eða lengur. Hann getur gert allt þetta. Frábært!
Lesa meira

„Ég ákvað að gefa mér alveg gleðina á vald í þessu“

Eurovision sýningin á Húsavík sem Örlygur Hnefill Örlygsson, ferðaþjónustufrömuður og Eurovision aðdáandi hefur haft veg og vanda að; opnaði í húsnæði Ja JA Dingdong bar klukkan 19 á föstudagskvöld. Húsfyllir var á opnunni og stemningin rafmögnuð. Sýningin skiptist í tvo hluta, annars vegar um Söngvakeppni sjónvarpsins og hins vegar Netflixmyndina Story og Firesaga. Með vorinu verður svo síðasti hluti sýningarinnar opnaður en sá er tileinkaður erlenda Eurovision heiminum. Hátíðardagskráin hófst í beinni útsendingu í fréttatíma RÚV og húsvíski Óskarskórinn söng að sjálfsögðu nýja þjóðsöng bæjarbúa, Húsavík My Hometown úr Eurovision mynd Will Ferrels; í þetta sinn með Eurovision stjörnunni Grétu Salóme. Vikublaðið ræddi við Örlyg í vikunni en hann sagði að þetta krefjandi verkefni væri búið að vera afar stórt í framkvæmd. „Opnunin gekk vonum framar, ég átti nú ekki vona á svona rosalega mikið af fólki,“ sagði hrærður Örlygur.
Lesa meira