Fréttir

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Smán í kvöld

Vorið 2019 var Freyvangsleikhúsið með handritasamkeppni og fèkk stjórnin nokkur handrit send til sín undir dulnefnum. Tekin var ákvörðun um að setja á svið verkið Smán og á daginn kom að verkið var eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Það átti svo að setja upp verkið haustið 2020 en ástand í samfèlaginu gerði það að verkum að það frestaðist þangað til núna.
Lesa meira

Nemendur Borgarhólsskóla vilja fleiri leiktæki á skólalóðina

6. bekkur úr Borgarhólsskóla mætti fylktu liði í stjórnsýsluhúsið á Húsavík til að leggja fram formlegt erindi
Lesa meira

Öllu tjaldað til á sannkölluðum nostalgíutónleikum

Tónlistarhátíðin Eyrarrokk haldin á Verkstæðinu um helgina
Lesa meira

Húsasmiðjan skellir í lás á Húsavík og Dalvík

Starfsmönnum boðin áframhaldandi vinna í nýrri verslun á Akureyri
Lesa meira

Eldra fólk sem ekki keyrir getur einangrast heima hjá sér

Engin þjónusta í boði Hagahverfi - Um þó nokkuð langan veg þurfi að fara til að komast í næstu verslun
Lesa meira

Frístundaverslun opnar á Glerártorgi

Krakkasport ehf. mun opna verslun á Glerártorgi í byrjun nóvember.
Lesa meira

Linda María heiðruð fyrir störf sín í þágu ferðaþjónustunnar

Viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu eru veitt einstaklingi sem hefur haft góð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi í heild sinni og hefur starfað beint eða óbeint fyrir ferðaþjónustu á svæðinu
Lesa meira

Sameinað sveitarfélag hyggur á forystuhlutverk í loftslagsmálum

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja kolefnisspor innan sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í pistli sveitarstjóra, Sveins Margeirssonar. Í pistlinum segir hann að framtíðarsýn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sé forystuhlutverk í loftslagsmálum.
Lesa meira

Níu fyrirtæki á Norðurlandi óslitið á lista Framúrskarandi fyrirtækja frá upphafi

Á Norðurlandi er að finna rúm níu prósent fyrirtækja sem sæti eiga á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki, alls 78 fyrirtæki. 60 eru á Norðurlandi eystra og 18 á Norðurlandi vestra. Alls er 853 fyrirtæki að finna á listanum öllum, eða um tvö prósent virkra fyrirtækja. Sé horft til Norðurlands í heild er það í fjórða sæti yfir svæði þar sem flest fyrirtæki er að finna, á eftir Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík.
Lesa meira

Viðskiptavinir með bros á vör

„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir sem óku um götur Akureyrar um liðna helgi á Grænmetisbílnum. Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til. Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.
Lesa meira