Björgunarsveitin Þingey fær gjöf frá Framsýn

Aðalsteinn Árni og Ósk afhentu gjöfina í höfuðstöðvum Þingeyjar þar sem nokkrir félagar í sveitinni …
Aðalsteinn Árni og Ósk afhentu gjöfina í höfuðstöðvum Þingeyjar þar sem nokkrir félagar í sveitinni voru saman komnir. Mynd á vefsíðu Framsýnar

Framsýn hefur afhent Björgunarsveitinni Þingey 250 þúsund krónur til kaupa á björgunarbúnaði fyrir sveitina á svæðinu, íbúum og öðrum vegfarendum til öryggis. Með gjöfinni vill félagið jafnframt þakka björgunarsveitinni fyrir óeigingjörn störf í þágu samfélagsins.

Það voru forsvarsmenn Framsýnar, þau Aðalsteinn Árni Baldursson og Ósk Helgadóttir sem afhentu Steinari Karli Friðrikssyni formanni Þingeyjar gjöfina, en höfuðstöðvar Þingeyjar eru á Melgötu 9 Ljósavatnsskarði.

Nýjast