Völsungur býður upp á nýárs-blakveislu

Metþátttaka er í nýársblakmóti Völsungs sem hefst í kvöld. Mynd: Heiðar Kristjánsson.
Metþátttaka er í nýársblakmóti Völsungs sem hefst í kvöld. Mynd: Heiðar Kristjánsson.

Nýársmót Völsungs í blaki hefst í kvöld klukkan 19 í íþróttahöllinni á Húsavík. Mikill áhugi er á mótinu, en 50 lið eru skráð til þáttöku.

Hvert lið spilar 4 leiki, hver leikur er 2 hrinur upp í 21 stig. Spilað verður til klukkan 23 í kvöld og haldið áfram klukkan 8 á laugardagsmorgun. Vegna fjölada liða sem tekur þátt í mótinu hefur verið  tekin ákvörðun um að einnig verði leikið á Laugum frá klukkan 9 – 13 á laugardag. Það er 6. deild kvenna sem er skipuð 8 liðum sem spilar þar.

Og það er enn meira á döfinni í blakinu um helgina því á sunnudag tekur Völsungur á móti Þrótti Reykjavík í úrvalsdeild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 14.

Það er því óhætt að hvetja allt blakáhugafólk um að fjölmenna í Höllina eða inna á Lauga og taka þátt í blakveislunni.

Nýjast