Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Evu Reykjalín Elvarsdóttur danskennara á Akureyri. Hún rekur STEPS Dancecenter ásamt tveimur öðrum, kennir Zumba a.m.k.  þrisvar í viku og kennir einnig dans í leikskólum, skólum og við allskyns athafnir við ýmis tækifæri. Eva hefur líka tekist á við erfiðleika á lífsleiðinni. Hún gekk í gegnum skilnað en fann ástina á ný. Yngsti sonur hennar veiktist alvarlega sl. haust og var vart hugað líf. Sú reynsla tók mikið á alla fjölskylduna. Vikudagur heimsótti Evu og spjallaði við hana um lífið og tilveruna.

- Menningarfélag Akureyrar (MAk) hefur ákveðið að hækka greiðslur til verkefnaráðinna hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands um rúm 60% og nær það til verkefna sem tilheyra tónleikadagskrá sveitarinnar.

- Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fór fram á Akureyri um helgina sl. helgi. Hápunktur AK Extreme var Eimskips gámastökkið í Gilinu en þar voru komnir saman færustu snjóbrettamenn Íslands ásamt erlendum keppendum. Ljósmyndararnir Þórir Tryggvason og Tomas Hrivnak voru á staðnum og mynduðu það sem fyrir augum bar. Sjón er sögu ríkari.

-Í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 kemur fram að gert sé ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu legudeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri verði hafnar árið 2023.

-Þorsteinn Hlynur Jónsson athafnamaður hefur umsjón með Matarhorninu að þessu sinni og kemur með girnilegar uppskriftir af laxi og franskri súkkulaðiköku. 

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast