Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Snæfríði Ingadóttur fjölmiðlakonu sem hefur nær eingöngu ferðast í gegnum íbúðaskipti undanfarin ár. Hún segir þetta ákveðinn lífstíl en með ferðamátanum gefst Snæfríði og fjölskyldu hennar kostur á að skoða heiminn án þess að greiða krónu fyrir gistingu. Snæfríður hefur nú gefið út bók um reynslu sína og til að kynna íbúðaskipti fyrir öðrum. Vikudagur ræddi við Snæfríði.
-Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússin á Akureyri segir öryggismál verði endurskoðuð á sjúkrahúsinu eftir alvarlegt atvik í fyrrinótt þegar karlmaður í annarlegu ástandi gekk þar berseksgang. Mildi þykir að enginn hafi slasast.
-Páskarnir eru á næsta leyti og en dagarnir yfir hátíðina eru yfirleitt þeir stærstu þegar kemur að aðsókn í Hlíðarfjall. Þar eru starfsmenn komnir í startholurnar og byrjaðir að undirbúa páskavertíðina.
-Davíð Rúnar Gunnarsson, eða Dabbi Rún er í nærmynd.
-Sportið er á sínum stað þar sem m.a. fjallað um handbolta en það ræðst um helgina hvort Akureyri eða KA tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.