27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Veruleg fjölgun í lögreglunám í Háskólanum á Akureyri
Ákveðið hefur verið að lengja umsóknarfrest í diplómanám verðandi lögreglumanna um eina viku. Þetta er gert til að mæta mögulegri fjölgun lögreglunema sem ákvarðast af stjórnvöldum.
Til þessa hefur verið miðað við að taka inn ríflega fjörtíu nemendur, en ljóst er að um verulega fjölgun verður að ræða.
BÓKLEGT Á AKUREYRI - STARFSNÁM HJÁ MSL
Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í lögreglufræði. Námið veitir réttindi til að starfa sem lögreglumaður. Bóklegt nám fer fram við Háskólann á Akureyri í sveigjanlegu námi. Einu sinni á misseri er námslota á Akureyri. Starfsnám fer fram í Reykjavík og hjá lögregluembættum landsins á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu (MSL).
Til þess að umsókn teljist gild þarf umsækjandi m.a. að samþykkja að fram fari bakgrunnsskoðun sem framkvæmd er af MSL sbr. 38. gr. lögreglulaga. Innan nokkurra daga frá því að umsókn er send inn fær umsækjandi send skilaboð í umsóknargátt með hlekk þessu til samþykktar. Ítarlegri upplýsingar um inntökuskilyrði er að finna hér.