Upp Kirkjutröppurnar á jólatónleika Hymnodiu

Jólatónleikar Hymnodiu verða n.k. sunndagskvöld 22 des. kl 16.00
Jólatónleikar Hymnodiu verða n.k. sunndagskvöld 22 des. kl 16.00

Kirkjutröppurnar á Akureyri verða opnaðar formlega á ný sunnudaginn 22. desember kl. 16. Þá opnar Akureyrarkirkja dyr sínar til að samfagna endurbótunum á þessum mikilvæga hluta af ásýnd Akureyrar. Klukkan níu um kvöldið verða svo jólatónleikar Hymnodiu sem hafa verið fastur liður um árabil í Akureyrarkirkju daginn fyrir Þorláksmessu.

Að þessu sinni verður kyrrð og friður í fyrirrúmi á tónleikunum. Eyþór Ingi Jónsson stendur og stjórnar milli þess sem hann sest við flygilinn og jafnvel Hammondinn ef sá gállinn er á honum. Á efnisskránni eru rúmlega tuttugu jólalög sem kórfélagar hafa valið til flutnings á tónleikunum ásamt Eyþóri Inga. Sum laganna verða flutt í syrpum með spunaívafi.

Á tónleikunum má búast við óvæntum endi miðað við fyrri jólatónleika Hymnodiu, kyrrlátri útgáfu af einu af þekktustu jólalögum heimsins.

Miðasala er á tix.is og við innganginn.

 

Nýjast