Umf. Bjarmi í Fnjóskaldal safnar fyrir skíðagönguspora

Umf. Bjarmi i Fnjóskadal hefur fjárfest í alvöru skíðagönguspora ásamt beltabúnaði og tönn sem verðu…
Umf. Bjarmi i Fnjóskadal hefur fjárfest í alvöru skíðagönguspora ásamt beltabúnaði og tönn sem verður sett undir nýtt sexhjól Land og Skóga

Umf. Bjarmi hefur fest kaup á eins og segir  í frétt frá félaginu ,,alvöru skíðagönguspora ásamt beltabúnaði og tönn sem verður sett undir nýtt sexhjól Land og Skóga" 

Svona búnaður kostar sitt  og lítið en viljugt  félag  eins og Bjarmi þarf aðstoð við þessi kaup og leitar þvi eftir fjárframlögum frá þeim sem geta látið eitthvað af hendir rakna.  Mikil byggð er i Lundsskógi og er óhætt að segja að með nýjum skíðagönguspora verður svæðið enn skemmtilegra  til útiveru, brautir i Vaglaskogi minna helst á brautir erlendis þökk sé trjánum  sem gefa  gott skjól.

Fréttin frá Umf Bjarma er svona í heild sinni.:

,,TIL HAMINGJU!!


Nú hefur Umf. Bjarmi fjárfest í alvöru skíðagönguspora ásamt beltabúnaði og tönn sem verður sett undir nýtt sexhjól Land og Skóga (sjá mynd af sambærilegum búnaði).
Þetta mun gjörbreyta aðstöðunni sem við getum boðið upp á í fallega skóginum okkar.
 En kostnaðurinn er stór biti fyrir lítið Ungmennafélag. Því leitum við til ykkar um stuðning 🙏. Margt smátt gerir eitt stórt!

Okkur þætti vænt um að sjá ykkur skilja eftir skilaboð hér fyrir neðan þegar þið hafið lagt inn á söfnunarreikninginn, og merkja vin/fyrirtæki með áskorun um að gera slíkt hið sama😀.

Reikningsnr. 1110-05-402705
kt 500387-2979

Með fyrirfram þökkum 🙏
Vinir Vaglaskógar 

Hér fyrir neðan er svo slóð á Facebooksíðu Bjarma

https://www.facebook.com/photo/?fbid=1167134182079875&set=a.775307597929204

 

Nýjast