Um 1000 manns fara um Akureyrarflugvöll í dag

U.þ.b. 1000 fara um Akureyrarflugvöll í dag  Myndir  Akflugvöllur
U.þ.b. 1000 fara um Akureyrarflugvöll í dag Myndir Akflugvöllur

Það er óhætt að segja að starfsfólk  á Akureyrarflugvelli vinni vel fyrir kaupinu sínu í dag en mikil umferð hefur verið um völlinn eins og sjá má á eftirfarandi færslu frá ISAVIA.

,,Í dag hefur verið mikið að gera hjá starfsfólki Akureyrarflugvallar.  Tvær vélar frá easyJet voru hérna á sama tíma, önnur á leið til Manchester og hin að koma frá London Gatwick Icelandair var með sínar áætlunarvélar, Landhelgisgæslan lenti hérna og vélar frá Norlandair sinntu sjúkraflugi

Áætlað er að um það bil eitt þúsund farþegar fari um Akureyrarflugvöll í dag

Hérna eru nokkrar myndir og þar á meðal mynd af starfsfólki flugverndarinnar, sem hafði í nógu að snúast í dag.”

Nýjast