Tónlistarskóli Eyjafjarðar sá fyrsti sem fer í Græn skref
Tónlistarskóli Eyjarfjarðar hefur náð þeim einstaka áfanga að vera fyrsti tónlistarskólinn á Íslandi til að fara í Græn skref „og mega þau vera stolt af því,“ segir á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, SSNE.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar tók nýverið við viðurkenningu fyrir að hafa náð fyrsta og öðru skrefi í Grænum skrefum en nokkuð er liðið síðan sá áfangi náðist, en afhending viðurkenningar tafðist. Tónlistarskólinn hefur engu að síður haldið ótrauður áfram og eru þau langt komin með að ná þriðja skrefinu.
„Tónlistarskóli Eyjafjarðar hefur drífandi í allri sinni umhverfisvinnu. Skólinn hefur sett meðal annars sett sé umhverfisstefnu og flokka nú allt sorp með samræmdu flokkunarkerfi. Lífrænt kaffi er nú í boði á kaffistofunni og aðstaðan til fyrirmyndar.“