Gefum íslensku séns. Til hamingju Norðlendingar !

Nemendur við Menntaskólann á Akureyri heimsótti Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar í vikunni til að taka þátt í verkefninu Gefum íslensku séns, þar sem markmiðið er að æfa sig að tala íslensku sem annað mál.
Gefum íslensku séns er verkefni sem er sprottið upp við Háskólasetur Vestfjarða en árið 2007 hófust sumarnámskeið þar í íslensku sem annað mál. Frá upphafi var lagt upp með að samfélagið tæki ábyrgð með almennri þátttöku og var nærsamfélagið hvatt til að tala íslensku við nemendur háskólasetursins. Verkefnið hefur þróast og út frá því fæddist verkefnið Gefum íslensku séns.
Árið 2021 var byrjað með lítið átak sem gekk undir nafninu Íslenskuvænn staður. Þar sem samfélagið er kallað til ábyrgðar. Markmið með átakinu er að auka þátttöku almennings í að tala íslensku við innflytjendur sem er mjög mikilvægt fyrir menningarlega samþættingu og að skapa umhverfi þar sem fólk getur lært og þróað tungumálakunnáttu sína. Verkefnið er nú hýst hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og markmiðið er að sem flestir geti tileinkað sér þessa hugmyndafræði.
Nú hefur verkefnið fengið vængi og boðar komu sína um allt land.
Almannakennari
Tungumál lærist með því að iðka það. Nú búum við í breyttum veruleika, fólk með annað móðurmál en íslensku er nú stór hluti samfélagsins. Við gerumst almannakennar með því að tala íslensku, sýna þolinmæli, hlusta og endurtaka. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltilenkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Við verðum að axla ábyrð, við erum öll almennakennarar.
Samfélagið er lykill að tungumálinu
Það að flytja til annara landa í nýtt málumhverfi er áskorun. Að læra nýtt tungumál ásamt því að aðlaga sig breyttu umhverfi er áskorun. Íslendingar hafa upp til hópa viljað halda í okkar gestrisni og verið fljót að svara gestum okkar og nýbúum á ensku, jafnvel þrátt fyrir að viðkomandi sé alls ekki enskumælandi, en enskan má heita útbreitt tungumál. Við virðumst vera svo sannfær um að það sé svo erfitt að læra málið að það sé ókurteisi að bjóða hana fram.
Þannig er verkefnið Gefum íslensku séns liður í inngildingu innflytjenda á Íslandi okkur öllum til heilla.
Með kveðju að vestan
Halla Signý Kristjánsdóttir
Verkefnastjóri Gefum íslensku séns við Fræðumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði