6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Tillaga frá Arkþing vann fyrstu verðlaun um skipulag á Torfunefi
Tillaga frá Arkþingi hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag á Torfunefi. Í öðru sæti var tillage frá sænskri arkitektastofu, Mandaworks og tillaga frá Arkidea Arkitektum varð í þriðja sæti. Alls bárust sjö tillögur sem uppfylltu skilyrði samkeppnislýsingar. Ásthildur Sverrisdóttir bæjarstjóri á Akureyri og formaður dómnefndar tilkynnti um úrslit í samkeppninni við athöfn hjá Hafnasamlagi Norðurlands í gær.
Meginatriði vinningstillögu Arkþings felst í fjölbreyttum útirýmum sem mótuð eru með sjö byggingum, ólíkum að stærð og formi. Þær mynda húsaröð og aðdraganda að Hofi, en gönguleiðin þangað er endurbætt á áhugaverðan hátt. Þessi nýja byggð myndar fjölbreytta bæjarmynd séð frá Pollinum auk þess sem götumynd Glerárgötu er mótuð m.a. með útrýmum mót vestri. Þjónustuhúsi hafnarinnar er komið fyrir undir settröppum sem snúa að vel mótuðu viðburðatorgi og er gert ráð fyrir tengingu við innirými syðstu hosanna.
Í tillögunni er sérstaklega unnið með tengsl við miðbæinn, annars vegar með porti við gatnamót Kaupvangsstrætis sem leggur áherslu á leiðina niður að bryggju og hins vegar með ákveðinni rýmismyndun og áfangastað við nyrði tenginguna í framhaldi af nýju göturými vestan Glerárgötu.