Þrír leikmenn semja við Völsung
Núna um helgina skrifuðu þrír knattspyrnumenn undir samninga við Völsungs. Það voru þeir Daníel Már Hreiðarsson, Kristján Gunnólfsson og Halldór Mar Einarsson sem skrifuðu undir.
Daníel Már og Kristján eru fæddir árið 2000. Daníel er sóknarmaður og Kristján er varnarmaður.
Halldór Mar er varnar- og miðjumaður sem skipti nýlega yfir í Völsung úr Þór. Hann er fæddur 1998.
„Allir eru þetta mjög efnilegir leikmenn sem þegar eru farnir að láta að sér kveða. Framtíðin er greinilega björt hjá Völsungi,“ segir í tilkynningu frá félaginu
Þá gekk Völsungur nýlega frá lánssamningi á Geirlaugi Árna Kristjánssyni sem kemur frá KR en samningurinn er út þetta tímabil. Þar er á ferðinni ungur og spennandi leikmaður.