Þrír formenn verkalýðsfélaga við Eyjafjörð harma aðgerðir stjórnar Eflingar

Formenn Sjómannafélags Eyjafjarðar, Félags málmiðnaðarmanna og Félags verslunar - og skrifstofufólks sendu frá sér yfirlysingu í dag þar sem þeir segjast harma stöðuna sem upp er komin hjá Verkalýðsfélaginu Elfingu 

Yfirlýsing þremenningana er svohljóðandi:

Undirritaðir harma þær aðferðir og stjórnarhætti sem stjórn Eflingar beitir undir merkjum skipulagsbreytinga innan félagsins. Sem atvinnurekandi hefur Efling brugðist starfsfólki sínu, bæði í orðum og gjörðum, nú síðast með hópuppsögn sem á sér ekki fordæmi innan verkalýðshreyfingarinnar. Því lýsum við yfir þungum áhyggjum yfir stöðu og líðan starfsmanna Eflingar. Ekki er gerð athugasemd við að fyrirtæki eða stéttarfélög ráðist í skipulagsbreytingar, en þær breytingar verða að vera framkvæmdar á mannlegan hátt með velferð og líðan starfsmanna í huga.

Verkalýðshreyfingin verður að fara fram með góðu fordæmi á vinnumarkaði og tryggja að aðbúnaður starfsfólks innan hennar sé með þeim hætti sem krafa er gerð um á almennum vinnumarkaði. Að öðrum kosti er hætta á að sú sérþekking sem býr í verðmætum mannauð innan hreyfingarinnar glatist.

Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni,
Jóhann Rúnar Sigurðsson , formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri og
Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar.

Nýjast