Þór/KA sækir Val heim í dag

Það er mikið undir hjá stelpunum í Þór/KA. Mynd/KA.is
Það er mikið undir hjá stelpunum í Þór/KA. Mynd/KA.is

Þór/KA sækir stórlið Vals heim í Pepsídeild kvenna í fótbolta í kvöld klukkan 18:00. Liði Vals var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir sumarið en er sem stendur í 5. sæti með 18 stig. Liðin áttust við í fyrstu umferð deildarinnar og þá voru það stelpurnar úr Þór/KA sem fóru með sigur af hólmi 1-0 í Boganum.

Þór/KA er á toppi Pepsideildarinnar með 27 stig – fullt hús stiga. Akureyrarliðið tapaði sínum fyrsta leik í sumar þegar Störnukonur reyndust sterkari á föstudag og unnu 3-2 en það var leikur í bikarnum og er Þór/KA því úr leik. Það má því eiga von á að Akureyrarliðið vilji hrista af sér bikarvonbrigðin með sigri í kvöld.

Á sunnudaginn á Þór/KA svo útileik gegn Breiðablik sem er í 2. sæti deildarinnar. Það eru því tveir erfiðir útileikir á prógramminu áður en hlé verður gert á deildinni vegna EM kvenna í Hollandi. Sex stig út úr báðum þessum leikjum þýða væntanlega að Þór/KA stingur af í deildinni en tvö töp gæti étið upp það góða forskot sem liðið hefur náð.

Það er um að gera fyrir alla sem vettlingi geta valdið að láta sjá sig á Valsvellinum klukkan 18:00 og styðja Þór/KA til sigurs.

 

Nýjast