Þakpappi fauk af raðhúsi

Ekki er vitað um mikið tjón í hvassviðrinu á Akureyri í nótt, en þó þurfti að kalla út hjálparsveitir vegna þess að pappi var farinn að fjúka af raðhúsi við Heiðarlund. Björgunarsveitarmenn mættu á vettvang og fengu körfubíl á staðinn svo þeir ættu auðveldara með að athafna sig. Timbri var komið yfir pappann og hann negldur niður. Eitthvað hafði losnað af pappanum og hann m.a. fokið á bíl sem stóð við húsið og skemmt hann eithvað. Skömmu síðar var tilkynnt um að þakplötur hefðu losnað af húsi á Eyrinni og héldu björgunarsveitarmenn þangað og björguðu málum þar.

Nýjast