Hvatningarverðlaun BSE vegna ársins 2024

Frá vinstri  Sigurgeir B. Hreinsson, Birgir Arason og Erna Bjarnadóttir   Mynd aðsend
Frá vinstri Sigurgeir B. Hreinsson, Birgir Arason og Erna Bjarnadóttir Mynd aðsend

Fátt er mikilvægara fyrir íslenskan landbúnað en hafa baráttufólk sem berst með oddi og egg fyrir framtíð og starfsskilyrðum greinarinnar.

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og starfaði hjá BÍ í 19 ár sem sviðsstjóri og m.a. aðstoðar framkvæmdastjóri. Í dag er hún verkefnastjóri hjá MS.

Hún lauk búfræðikandídatsprófi frá Hvanneyri árið 1987 og síðar MSc prófi í landbúnaðarhagfræði frá University College of Wales.

Erna er búsett í Hveragerði í dag, á tvær dætur, tvo tengdasyni og þrjú barnabörn.

„Ég ólst upp á bænum Stakkhamri á Snæfellsnesi,“ segir hún en sjálfur Snæfellsjökull, sem segir í texta lagsins að logi, blasir við frá bænum á björtum dögum. „Bæjarstæðið er ofsalega fallegt og útsýnið mikið. Það er langt á næstu bæi og á sumrin lék ég mér eiginlega bara við systur mína; við hittum eiginlega enga aðra krakka á sumrin nema þegar ættingjar komu í heimsókn.”

Ekki er ólíklegt að þessi grunnur íslenskrar náttúru og samfélags hafi mótað einurð og óþrjótandi baráttuvilja Ernu til að efla og standa með íslenskum landbúnaði. Þar hefur hún nýtt starfsreynslu sína til áratuga til að breyta vörn í sókn þegar sótt hefur verið á, oft á hóflega sanngjarnan hátt. Þar hafa penninn og lyklaborðið verið beittasta vopnið, en allir þekkja skrif hennar, ekki síst um tollamál, milliríkjasamninga og fl.

Erna Bjarnadóttir fær Hvatningarverðlaun BSE fyrir baráttuvilja og dugnað, fyrir að hafa vakandi auga með íslenskum landbúnaði. Íslenskt landbúnaðrsamfélag á þér margt að þakka.

Segir í greinargerð BSE með Hvatningarverðlaununum að þessu sinni.

Nýjast