27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Það tifa vænar blöðkur í Eyjafjarðará
Óhætt er að segja að þeir bræður Ívar og Eyþór Rúnarssynir 14 og 16 ára hafi gert góða ferð í Eyjafjarðará á dögnum þegar þeir settu svo sannarlega í þá stóru.
Eyjafjarðará sem var á árum áður mun betur þekkt sem afbragðs bleikjuá er í dag að verða ein helsta ,,geymsla“ landsins á afar vænum sjóbirtingum sem freista veiðimanna mjög, já það tifa vænar blöðkur í Eyjafjarðará. Bræðurnir sem báðir eru einnig mjög liðtækir knattspyrnumenn hnýta flestar flugur sínar sjálfir og það var Black Ghost straumfluga sem annar birtingurinn gein við, hinn réðst á Squarmy púpu.
Vegna þess hve ungir þeir bræður eru þurfa foreldra þeirra að trilla með þá út og suður til veiða og á fótboltaæfingar og viðurkennir móðir þeirra Valgerður Jónssdóttir að þrátt fyrir að áhugi foreldrana sé mikill bæði fyrir stangveiði og fótbolta horfi þau til þess með nokkurri tilhlökkun þegar Eyþór fær bílprófið.