Dagskráin 18.desember - 8.janúar 2025
Stuðningur við flóttamannaverkefni Rauða krossins við Eyjafjörð
Ingibjörg E. Halldórsdóttir deildarstjóri Eyjafjarðardeildar ásamt Sigurði Ringsted Mynd Rauði krossinn
Sigurður H. Ringsted kom færandi hendi til okkar í Rauða krossinn við Eyjafjörð með afrakstur af sölu dagatala sem hann hannaði og seldi í samstarfi með konunni sinni Bryndísi Kristjánsdóttur.
Þau hjón ætla að styrkja flóttamannaverkefni deildarinnar um 151.500 krónur. Við sendum þeim hlýjar þakkarkveðjur fyrir framtakið og framlagið sem mun sannarlega nýtast vel í mannúðarstafi okkar.
Öll dagatöl á Akureyri eru nú uppseld en lítill fugl hvíslaði því að okkur að mögulega væru enn til 2 eintök í afgreiðslu félagsins í Víkurhvarfi 1, Kópavogi.
Fb síða Rauða krossins sagði frá