20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Söngveisla í Glerárkirkju á sumardaginn fyrsta
Tíunda kóramót eldri borgara á Norðurlandi fer fram á morgun sumardaginn fyrsta. Fyrsta kóramót eldri borgara var haldið á Húsavík á lokadaginn 11 maí 2002 með þátttöku fimm kóra sem komu frá Húsavík, Akureyri, Dalvík, og Hrísey, Siglufirði og Skagafirði.
Nú er komið að því að halda mótið á Akureyri, og það er á morgun sem boðið verður til sannkallaðrar söngveislu sem hefst kl. 17 i Glerárkirkju.
Kórarnir munu syngja hver fyrir sig og einnig saman og þá má gefa sér að vel verður tekið á því. Það má búast við frábærum tónleikum, kórastaf á Norðurlandi er með miklu ágætum og á morgun verður ,,uppskeruhátíð“ þessara kóra.
Sem fyrr sagði hefjast tónleikarnir kl 17 á morgun sumardaginn fyrsta, verð miða er hóflegt kr. 3000 en vekja þarf athygli gesta á því að engin posi verður á staðnum.